Enskur landsliðsmaður féll af hjóli

Curtis Jones og Anthony Gordon fyrir vináttulandsleik gegn Bosníu fyrr …
Curtis Jones og Anthony Gordon fyrir vináttulandsleik gegn Bosníu fyrr í mánuðinum. AFP/Paul Ellis

Anthony Gordon, kantmaður enska landsliðsins í knattspyrnu og Newcastle United, lenti í óhappi þegar hluti leikmannahópsins fór í hjólreiðatúr fyrir æfingu í Þýskalandi í morgun.

Sky Sports greinir frá því að Gordon hafi orðið fyrir því óláni að falla af fjallahjóli sínu með þeim afleiðingum að hann meiddist lítillega á kjálka og fékk skurð á hökuna.

Áverkarnir voru ekki alvarlegir og tók Gordon fullan þátt í æfingu enska landsliðsins síðar um daginn.

Er hann því þrátt fyrir óhappið klár í slaginn fyrir leik Englands gegn Slóvakíu í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Gelsenkirchen á sunnudag.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin