Fjölgun hjá Foden og flýgur til baka

Phil Foden.
Phil Foden. AFP/Henry Nicholls

Phil Foden, landsliðsmaður Englands í knattspyrnu, er á leið til Þýskalands á ný eftir að hafa eignast sitt þriðja barn.

Foden yfirgaf herbúðir enska liðsins í skyndingu til að vera viðstaddur fæðinguna en Sky Sports  segir að nú sé hann á leið til baka og verði væntanlega mættur í tæka tíð fyrir æfingu liðsins á morgun.

England mætir Slóveníu í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Þýskalandi á sunnudaginn.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin