Frá Real til Sádí-Arabíu

Nacho fer til Sádí-Arabíu
Nacho fer til Sádí-Arabíu AFP/Cristina Quicler

Nacho Fernandez, fyrirliði Real Madrid, hefur gengið til liðs við Al-Qadasiya í Sádí-Arabíu og gerir tveggja ára samning við félagið sem er nýliði í ofurdeildinni þar í landi.

Nacho hefur verið leikmaður Real Madrid frá tíu ára aldri og á ferilskrá hans má sjá sex Meistaradeildartitla og fjóra spænska meistaratitla.

Varnarmaðurinn gengur til liðs við Al-Qadasiya að loknu EM en hann er í spænska hópnum sem mætir Georgíu á sunnudaginn.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin