Súr stemning hjá Belgum

Kevin De Bruyne fyrirliði Belga.
Kevin De Bruyne fyrirliði Belga. AFP/Kirill Kudryavtsev

Belgískir stuðningsmenn eru allt annað en sáttir með frammistöðu landsliðsins það sem af er Evrópumótinu í fótbolta. Baulað var á leikmenn liðsins eftir jafnteflið gegn Úkraínu í gær.

Kevin De Bruyne, fyrirliði og besti leikmaður liðsins, ætlaði að þakka áhorfendum fyrir stuðninginn í gær en var mætt með ókvæðisorðum og bauli úr stúkunni. Hann virtist benda til annarra leikmanna liðsins að ganga af velli og sleppa því að klappa fyrir stúkunni eins og tíðkast.

De Bruyne vildi ekki tjá sig um atvikið að öðru leyti en hann sagði liðið þurfa á stuðningsmönnum að halda í framhaldinu. 

Leiknum lauk með 0:0-jafntefli en með sigri hefðu Belgar unnið riðilinn. Belgar mæta Frökkum í næstu umferð en með sigri hefðu þeir mætt veikara liði Hollands og forðast Spán, Þýskaland og Portúgal í framhaldinu.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin