Yfirgaf liðið vegna fæðingar þriðja barns

Phil Foden í strangri gæslu í tapi Englands gegn Íslandi …
Phil Foden í strangri gæslu í tapi Englands gegn Íslandi á Wembley á dögunum. AFP/HENRY NICHOLLS

Phil Foden er farinn af EM í bili til að vera viðstaddur fæðingu þriðja barns leikmannsins og kærustu hans, Rebecca Cooke. Fyrir eiga þau fimm ára son og tveggja ára dóttur.

Í upphaflegri yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins var sagt að Foden hefði yfirgefið landsliðið af persónulegum ástæðum en BBC greinir frá því að Cooke eigi von á sér á næstu sólarhringum.

Englendingar vonast til þess að allt gangi hratt og örugglega fyrir sig svo að sóknarmaðurinn geti tekið þátt í leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á sunnudaginn.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin