Ég var þreyttur í Íslandsleiknum

Anthony Gordon umkringdur af fjórum íslenskum leikmönnum á Wembley 7. …
Anthony Gordon umkringdur af fjórum íslenskum leikmönnum á Wembley 7. júní. AFP/Henry Nicholls

Anthony Gordon, leikmaður Newcastle og enska landsliðsins í knattspyrnu, segist hafa verið þreyttur í vináttulandsleiknum gegn Íslandi þegar enska liðið tapaði óvænt á Wembley í lokaleik sínum fyrir EM í Þýskalandi.

Gordon var einmitt mjög sprækur á fyrstu fimmtán mínútunum í leiknum og ógnaði þá stöðugt íslensku vörninni vinstra megin en síðan dofnaði yfir honum eins og öðrum leikmönnum enska liðsins. Ísland vann glæsilegan sigur frammi fyrir 82 þúsund áhorfendum, 1:0.

„Ég er kominn í góðan gír. Ég meiddist á ökkla  skömmu fyrir leikinn gegn Íslandi, var frá keppni síðustu tvær vikur tímabilsins, en hafði fengið smá tíma til að jafna mig.

Ég var ryðgaður í leiknum gegn Íslandi og dálítið þreyttur. En eftir það leið mér mjög vel á æfingum. Ég held að ég hefði ekki getað gert meira á æfingum en ég hef gert undanfarnar tvær vikur. Ér er í virkilega góðu formi og hef æft afar vel, enda hleyp ég mikið bæði á æfingum og í leikjum og er því fljótur að komast í form," sagði Gordon á fréttamannafundi enska landsliðsins í dag.

Anthony Gordon ræðir við fréttamenn í Blankenhain í Þýskalandi í …
Anthony Gordon ræðir við fréttamenn í Blankenhain í Þýskalandi í dag. AFP/Adrian Dennis
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin