Englendingar duglegir að æfa vítaspyrnur

Enska landsliðið á æfingu á dögunum.
Enska landsliðið á æfingu á dögunum. AFP/Adrian Dennis

Enska landsliðið hefur verið að æfa vítaspyrnur en Englendingarnir komust upp úr riðlinum og eru í 16-liða úrslitum á EM karla í knattspyrnu.

England tapaði úrslitaleiknum á EM 2020 gegn Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni en þrír leikmenn liðsins klúðruðu í þeirri vítakeppni. Aðeins Bukayo Saka er og Harry Kane eru enn þá í liðinu af þeim fimm sem tóku víti.

Varnarmaðurinn Marc Guehi sagði að enska liðið væri að æfa vítaspyrnur.

„Það hefur gengið vel hjá liðinu að æfa vítaspyrnur og það er mikilvægt að sjá til þess að við séum tilbúnir,“ sagði varnarmaðurinn.

„Við erum búnir að vera að æfa þetta í langan tíma, ekki bara eftir að við komumst áfram. Við erum ekki að hugsa um að fara í vítaspyrnukeppni á sunnudaginn en ef til þess kemur þá erum við vel undirbúnir,“ sagði Ezri Konsa, leikmaður enska landsliðsins.

England mætir Slóvakíu klukkan 16 á sunnudaginn.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin