Fékk hjálpardekk að gjöf eftir fallið

Anthony Gordon ræðir við fréttamenn í Blankenhain í Þýskalandi í …
Anthony Gordon ræðir við fréttamenn í Blankenhain í Þýskalandi í dag. AFP/Adrian Dennis

Anthony Gordon, landsliðsmaður Englands í knattspyrnu, fékk góða gjöf eftir að hann lenti í því óhappi að falla af fjallahjóli í gær.

Starfsmaður landsliðsins sló á létta strengi og færði Gordon hjálm og hjálpardekk að gjöf, sem kantmanninum þótti ansi skondið.

Sagðist hann reyndar ekki þurfa á hjálminum að halda en tók við hjálpardekkjunum.

Gordon meiddist lítillega á kjálka og fékk skurð á hökuna við fallið en er að öðru leyti stálsleginn.

Myndskeið af því þegar hann fær hjálpardekkin að gjöf má sjá hér:

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin