Liðsheildin getur unnið England

Milan Skriniar er fyrirliði Slóvakíu.
Milan Skriniar er fyrirliði Slóvakíu. AFP/Marco Bertotello

Milan Skriniar, fyrirliði landsliðs Slóvakíu í knattspyrnu, telur að liðið geti sigrað Englendinga í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Gelsenkirchen á sunnudaginn.

„Þeir byggja leik sinn á einstaklingsgæðum og vita að þeir eru með leikmenn sem geta unnið leiki," sagði Skriniar, sem er 29 ára gamall varnarmaður París SG í Frakklandi.

„Þess vegna teljum við að við getum unnið þá með liðsheildinni. Englendingar verða undir mikilli pressu eftir að hafa leikið undir getu í riðlakeppninni, og það getur komið okkur  til góða," sagði Skriniar á  fréttamannafundi í dag.

Slóvakar fengu fjögur stig í hinum hnífjafna E-riðli, eins og hin þrjú liðin, Rúmenía, Belgía og Úkraína, en þeir slógu í gegn með því að vinna Belga óvænt, 1:0, í fyrstu umferðinni.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin