Sex stuðningsmenn Englands í margra ára bann

Stuðningsmenn Englands á vellinum gegn Serbíu.
Stuðningsmenn Englands á vellinum gegn Serbíu. AFP/Alberto Pizzoli

Sex stuðningsmenn enska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa verið úrskurðaðir í bann vegna hegðunar sinnar í aðdraganda leiks liðsins gegn Serbíu í riðlakeppni Evrópumótsins í Þýskalandi fyrr í mánuðinum.

Slagsmál brutust út víða milli stuðningsmanna Englands og Serbíu í Gelsenkirchen fyrir leikinn og hafa bresk lögregluyfirvöld unnið náið saman með þýskum lögregluyfirvöldum við að hafa hendur í hári þeirra sem áttu hlut að máli.

Lewis Dodsworth, Jack Hatton og Gary McIvor fengu fimm ára bann og Todd Hines, Liam Jackson og Kyran Alcock fengu þriggja ára bann.

Bönnin fela í sér að þeir mega ekki fara á leiki á Englandi og ekki neina landsleiki Englands á meðan þau eru í gildi.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin