Van Dijk sendir frá sér yfirlýsingu

Virgil van Dijk í leik á EM.
Virgil van Dijk í leik á EM. AFP/Gabriel Bouys

Virgil van Dijk, fyrirliði hollenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frammistöðu liðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi.

Hollendingar höfnuðu í þriðja sæti í sínum riðli á EM eftir ósigur gegn Austurríki og mæta Rúmenum í sextán liða úrslitunum á þriðjudaginn.

Þeir hafa verið gagnrýndir harkalega af hollenskum fjölmiðlum og stuðningsfólki.

„Ég skil gagnrýnina fullkomlega. Í heildina séð hefðum við getað leikið betur, og hefðum átt að  gera það.

Við höfum þurft að ræða málin ítarlega eftir tapið gegn Austurríki. Það var ekki leikaðferðin sem brást hjá okkur. Það vantaði sigurviljann, og um það höfum við rætt tæpitungulaust. Ég er ekki heimskur, ég veit að við hefðum átt að spila betur," sagði fyrirliðinn í yfirlýsingunni.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin