Eiga ekki fljóta leikmenn

Luciano Spalletti segir hraða vera stærsta vandamál Ítala
Luciano Spalletti segir hraða vera stærsta vandamál Ítala AFP/Odd ANDERSEN

Luciano Spalletti, þjálfari Ítala, segir skort á hraða vera veikleika ítalska liðsins. Sviss sigraði Ítali 2:0 í dag og áttu Ítalir í stökustu vandræðum með að hanga í kraftmiklu liði Svisslendinga.

Eftir tap dagsins var Spalletti inntur eftir skoðun sinni á muninum á líkamsburðum milli liðanna þar sem Ítalir töpuðu afar sannfærandi.

„Skortur á hraða var vandamál hjá okkur. Við eigum ekki marga leikmenn sem geta hlaupið hratt. Öll lið setja pressu á andstæðinginn og reyna að vinna boltann hratt þegar hann tapast. Nái maður ekki að spila boltanum hratt í gegnum pressuna lendir maður í vandræðum“. Sagði þjálfarinn í leikslok.

„Í framtíðinni þurfum við að velja aðra leikmenn, menn sem geta staðist þessar kröfur“. Bætti Spalletti við.

Sviss mætir annaðhvort Englandi eða Slóvakíu í átta liða úrslitum.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin