Leikurinn hafinn að nýju eftir þrumuveður

Leikur Danmerkur og Þýskalands hefur verið stöðvaður vegna þrumuveðurs.
Leikur Danmerkur og Þýskalands hefur verið stöðvaður vegna þrumuveðurs. AFP/Alberto PIZZOLI

Leikur Þýskalands og Danmerkur á EM var stöðvaður eftir 35 mínútna leik vegna þrumuveðurs og úrhellisrigningar í Dortmund. Um tuttugu mínútum síðar hélt leikurinn áfram.

Michael Oliver, dómari leiksins, flautaði leikinn af og sendi leikmenn til búningsherbergja á meðan stór högl og úrhellis rigning gengu yfir völlinn.

Leikurinn er hafinn að nýju.

Staðan er 0:0 og fylgst er með í beinni textalýsingu á mbl.is

Fréttin hefur verið uppfærð.

Stuðningsmenn Dana í rigningunni í Dortmund
Stuðningsmenn Dana í rigningunni í Dortmund AFP/Alberto PIZZOLI
Stuðningsmenn reyna að skýla sér fyrir regni og hagléli í …
Stuðningsmenn reyna að skýla sér fyrir regni og hagléli í Dortmund. AFP/Ina Fassbender
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin