Svisslendingar mun sterkari en Ítalir

Rubén Vargas fagnar öðru marki Sviss
Rubén Vargas fagnar öðru marki Sviss AFP/Ronny Hartman

Sviss varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum EM karla í fótbolta með verðskulduðum sigri á Ítalíu, 2:0, í fyrsta leik 16-liða úrslitanna á Ólympíuleikvanginum í Berlín.

Sviss mætir Englandi eða Slóvakíu í átta liða úrslitum.

Svissneska liðið byrjaði mun betur og fór fyrri hálfleikur mikið fram á vallarhelmingi ríkjandi Evrópumeistaranna.

Breel Embolo var nálægt því að skora fyrsta markið á 25. mínútu er hann slapp einn gegn Gianluigi Donnarumma en ítalski markvörðurinn varði glæsilega frá honum.

Donnarumma kom hins vegar engum vörnum við á 37. mínútu þegar Remo Freuler skoraði af stuttu færi í teignum eftir sendingu frá Ruben Vargas. Var staðan í leikhléi því 1:0.

Remo Freuler kemur Sviss yfir gegn Ítölum
Remo Freuler kemur Sviss yfir gegn Ítölum AFP/Axel Heimken

Það tók Svisslendinga tæpa mínútu að bæta við öðru markinu í seinni hálfleik er Vargas skoraði sjálfur með glæsilegu skoti upp í samskeytin fjær úr teignum eftir sendingu frá Michel Aebischer.

Ítalía var nálægt því að minnka muninn á 52. mínútu er Fabian Schär skallaði boltann í stöngina á eigin marki, en Svisslendingar sluppu með skrekkinn.

Gianluca Scamacca setti boltann í stöngina á marki Sviss á 74. mínútu en þess fyrir utan sköpuðu Ítalir lítið og Svisslendingar sigldu verðskulduðum sigri í höfn.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Sviss 2:0 Ítalía opna loka
90. mín. Aðeins tvær mínútur í uppbótartíma. Svisslendingar fyrstir í átta liða úrslit, það er ljóst.
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin