Vandræði Englendinga halda áfram

Harry Kane og Kieran Trippier.
Harry Kane og Kieran Trippier. AFP/Javier Soriano

Vandræði Englendinga með vinstri bakvarðarstöðu liðsins halda áfram en Kieran Trippier er meiddur.

Trippier er réttfættur hægri bakvörður en hefur spilað vinstramegin á meðan að Luke Shaw jafnar sig á meiðslum sem hann varð fyrir í febrúar.

Trippier æfði með enska liðinu í dag en er tæpur í kálfanum og getur líklegast ekki verið í byrjunarliði á morgun þegar England mætir Slóvakíu.

Ezri Konsa, réttfættur miðvörður, er mögulega að fara að leysa stöðuna í fjarveru þeirra.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin