Eitt besta mark sem ég hef séð

Jude Bellingham í leik Englands gegn Slóveníu á dögunum.
Jude Bellingham í leik Englands gegn Slóveníu á dögunum. AFP/Adrian Dennis

Harry Kane, fyrirliði Englands, var himinsæll með 2:1-sigurinn á Slóvakíu í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld.

England var 0:1 undir þegar Jude Bellingham steig upp og skoraði stórkostlegt mark með bakfallsspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma og knúði þannig fram framlengingu.

„Þetta er með betri mörkum sem maður hefur séð. Að skora svona mark á þessu augnabliki til þess að halda draumi okkar á lífi er eitt það sem maður getur hugsað sér.

Þvílíkur leikmaður! Ég hrósa honum fyrir að vera reiðubúinn á þessu augnabliki. Þetta var ekki auðvelt. Að skora mark af þessu tagi á þessu augnabliki sýnir bara hvernig persóna hann er,” sagði Kane í samtali við BBC Sport eftir leikinn.

Sjálfur skoraði hann sigurmarkið í upphafi framlengingarinnar.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin