Englendingar áfram eftir ótrúlegan leik

Englendingar fagna jöfnunarmarkinu.
Englendingar fagna jöfnunarmarkinu. Ljósmynd/Enska knattspyrnusambandið

England tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta með sigri á Slóvakíu, 2:1, í ótrúlegum leik í Gelsenkirchen. Réðust úrslitin í framlengingu eftir að England jafnaði á fimmtu mínútu uppbótartímans.

Englendingar voru meira með boltann framan af en gekk illa að skapa sér opin færi. Hinum megin skapaðist hætta í hvert einasta skipti sem Slóvakía sótti.

Það skilaði sér í fyrsta marki leiksins á 25. mínútu er Ivan Schranz slapp í gegn eftir sendingu frá Dávid Strelec.

Slóvakar höfðu verið líklegri fyrir markið og var forskotið verðskuldað. Englendingum gekk áfram illa að skapa sér færi út hálfleikinn og voru hálfleikstölur því 1:0, Slóvakíu í vil.

Bukayo Saka í baráttunni í dag.
Bukayo Saka í baráttunni í dag. Ljósmynd/Enska knattspyrnusambandið

Englendingum gekk bölvanlega að reyna á Martin Dúbravka í marki Slóvaka stærstan hluta seinni hálfleiks. Declan Rice komst þó nærri því að skora á 81. mínútu er hann skaut í stöng utan teigs.

Stefndi allt í sögulegan sigur Slóvakíu þegar Jude Bellingham jafnaði með bakfallsspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartímans eftir langt innkast frá Kyle Walker og skalla frá Marc Guéhi. Var því framlengt.

Harry Kane kom Englandi í 2:1 í fyrstu sókn framlengingarinnar er hann skallaði í netið af stuttu færi eftir að Ivan Toney skallaði boltann til hans innan teigs. Englendingar gáfu fá færi á sér eftir það og sigldu sigrinum í höfn.

Liðið mætir Sviss í átta liða úrslitum í Düsseldorf á laugardag.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Spánn 0:1 Georgía opna
18. mín. Georgía skorar 0:1 - Ja hérna hér! Sjálfsmark! Verið algjör einstefna hérna fyrstu 18 mínúturnar en ein skyndisókn frá Georgíumönnum kemur þeim yfir. Otar Kakabadze gefur boltann fyrir og þaðan fer hann í Le Normand og í netið.
Víkingur R. 0:0 Fram opna
1. mín. Leikur hafinn

Leiklýsing

England 2:1 Slóvakía opna loka
120. mín. Ivan Toney (England) á skot yfir Setur boltann vel yfir eftir skyndisókn. Þetta ætti að vera komið hjá Englendingum. Erfið fæðing!
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin