Halda tryggð við Spalletti

Luciano Spalletti heldur starfi sínu sem þjálfari Ítala.
Luciano Spalletti heldur starfi sínu sem þjálfari Ítala. AFP/Ina Fassbender

Þrátt fyrir að árangur Ítala hafi verið undir væntingum á EM í fótbolta mun Luciano Spalletti halda starfi sínu sem þjálfari. Forseti ítalska knattspyrnusambandsins staðfestir það.

Ítalir töpuðu verðskuldað fyrir Sviss í sextán liða úrslitum í gær en Ítalir eru ríkjandi Evrópumeistarar. Frammistaða liðsins á mótinu þótti ekki góð en sökin liggur ekki bara hjá þjálfaranum segir Gabriel Gravina, forseti knattspyrnusambands Ítala.

„Við höfum ekkert að fela en við þurfum að bera ábyrgð. Við áttum langt samtal við þjálfarann í gær og það er engin leið að leysa vandamálin að gefast upp á verkefninu. Þjálfarinn hefur verið í starfi í níu eða tíu mánuði. Við berum fullt traust til hans og ný áskorun hefst eftir tvo mánuði“. Segir Gravina samkvæmt Football Italia.

Þjóðardeild Evrópu hefst í september og Ítalía mætir Frökkum í fyrsta leik.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin