Sýning Spánverja í Köln

Ungstirnin Lamine Yamal og Nico Williams fagna marki í kvöld.
Ungstirnin Lamine Yamal og Nico Williams fagna marki í kvöld. Ljósmynd/UEFA

Spænsku landsliðsmennirnir voru magnaðir í kvöld og halda áfram uppteknum hætti. Spænska liðið mætir gestgjöfunum í Þýskalandi í átta liða úrslitunum í Stuttgart næstkomandi föstudag. 

Eftir einstefnu Spánverja fyrstu mínútur leiksins komst Georgía óvænt yfir á 18. mínútu leiksins. Þá gaf Otar Kakabadze boltann fyrir markið sem fór af Spánverjanum Robin Le Normand og í netið, sjálfsmark og staðan 1:0. 

Georgíumenn komust yfir.
Georgíumenn komust yfir. Ljósmynd/UEFA

Rodri jafnaði metin á 39. mínútu með frábæru marki utan teigs. Þá fékk hann boltann frá Nico Williams, tók eina snertingu, og smellti honum í fjærhornið, 1:1. 

Fabián Ruiz kom Spáni í 2:1 á 51. mínútu. Þá stangaði hann frábæra fyrirgjöf Lamine Yamal í netið og Spánverjar búnir að snúa leiknum sér í vil. 

Fabián Ruiz kemur Spáni yfir.
Fabián Ruiz kemur Spáni yfir. Ljósmynd/UEFA

Nico Williams skoraði þriðja mark Spánar á 75. mínútu. Þá fékk hann boltann eftir magnaða sendingu frá Fabián Ruiz, lék á varnarmenn Georgíu og hamraði boltanum í þaknetið, 3:1.

á 82. mínútu var komið að varamanninum Dani Olmo. Þá fékk hann boltann frá Mikel Oyarzabal, lék listilega á Guram Kashia, fyrirliða Georgíu, og setti boltann í netið, 4:1. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

England 2:1 Slóvakía opna
120. mín. Leik lokið Eftir svakalegan leik eru Englendingar komnir í átta liða úrslit. Slóvakar sleikja sárin, þeir voru svo nálægt.
Víkingur R. 2:1 Fram opna
90. mín. Leik lokið

Leiklýsing

Spánn 4:1 Georgía opna loka
90. mín. Þremur mínútum bætt við.
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin