Vilja banna fölsuð myndbönd af Southgate

Gareth Southgate
Gareth Southgate AFP/Robert Atanasovski

Milljónir notenda hafa séð fölsuð myndbönd sem sýna Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands í fótbolta, segja ljóta hluti um leikmenn enska liðsins ásamt leikmönnum sem ekki voru valdir í hópinn fyrir EM.

Myndböndin eru gerð með hjálp gervigreindar sem líkir eftir rödd Southgate og hreyfir munn þjálfarans eins og hann sé að tala sjálfur. Myndböndin eru afskaplega vel fölsuð í mörgum tilfellum og enska knattspyrnusambandið vill fjarlægja þau af vefnum. 

Myndböndin sem um ræðir hafa birst á TikTok og Instagram meðal annars og enska sambandið gaf út yfirlýsingu um skaðsemi þeirra.

„Eins og með allt skaðlegt efni munum við gera okkar til að sjá til þess að myndböndin verði fjarlægð. Gareth og aðrir í enska hópnum einbeita sér að leiknum í kvöld“, segir í yfirlýsingunni. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin