Ajax selur óvænta stjörnu EM

Georges Mikautadze í baráttu við Rodri í tapi Georgíu gegn …
Georges Mikautadze í baráttu við Rodri í tapi Georgíu gegn Spánverjum í gær. AFP/Javier Soriano

Franska B-deildarliðið Metz hefur virkjað kaupákvæði í lánssamningi georgíska landsliðsframherjans Georges Mikautadze. Mikautadze var markahæsti leikmaður Georgíu með þrjú mörk á EM í fótbolta.

Möguleiki er á að Metz kaupi leikmanninn eingöngu til að selja hann strax aftur en Mónakó hefur verið nefnt sem mögulegur áfangastaður hins 23 ára gamla Mikautadze.

Mikautadze skoraði þrettán mörk í tuttugu leikjum fyrir Metz í vetur en liðið féll úr 1. deildinni. Georgía féll úr keppni í gær þegar liðið tapaði 4:1 gegn Spánverjum í sextán liða úrslitum Evrópumótsins.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 1. JÚLÍ

Portúgal
19:00
Slóvenía
Frakkland
16:00
Belgía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 1. JÚLÍ

Portúgal
19:00
Slóvenía
Frakkland
16:00
Belgía
Útsláttarkeppnin