Frakkar áfram eftir nauman sigur

Frakkar fagna sjálfsmarki Jan Vertongen.
Frakkar fagna sjálfsmarki Jan Vertongen. AFP/Ozan Kose

Frakkland er komið í átta liða úrslit Evrópumóts karla í knattspyrnu eftir sigur á Belgíu, 1:0 í Düsseldorf í Þýskalandi í dag.

Frakkar mæta Portúgal eða Slóveníu í átta liða úrslitunum en þau mættast í kvöld. 

Jérémy Doku eltir Kylian Mbappé.
Jérémy Doku eltir Kylian Mbappé. AFP/Alberto Pizzoli

Leikurinn var frekar bragðdaufur en Frakkar sóttu meira. Belgar fengu hins vegar góð færi. 

Kevin De Bruyne fékk draumaskot á 83. mínútu rétt utan teigs eftir góðan undirbúning Jérémy Doku. Aftur á móti varði Mike Maginan vel frá Belganum. 

Sigurmark Frakka kom tveimur mínútum seinna en þá fór skot Randal Kolo Muani af reynsluboltanum Jan Vertongen og í netið, sjálfsmark. 

Leikur Frakka gegn Portúgal eða Slóveníu fer fram næsta föstudag.

Kylian Mbappé í baráttunni við Yannick Carrasco.
Kylian Mbappé í baráttunni við Yannick Carrasco. AFP/Kenzo Tribouillard
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Portúgal 0:0 Slóvenía opna
Engir atburðir skráðir enn

Leiklýsing

Frakkland 1:0 Belgía opna loka
90. mín. Þremur mínútum bætt við.
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 1. JÚLÍ

Portúgal
19:00
Slóvenía
Frakkland
16:00
Belgía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 1. JÚLÍ

Portúgal
19:00
Slóvenía
Frakkland
16:00
Belgía
Útsláttarkeppnin