Portúgal áfram eftir vítakeppni

Gömlu kallarnir Pepe og Cristiano Ronaldo sáttir eftir leik.
Gömlu kallarnir Pepe og Cristiano Ronaldo sáttir eftir leik. AFP/Patricia De Melo Moreira

Portúgal og Slóvenía mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í Frankfurt í kvöld. Eftir markalausan leik og framlengingu fór leikurinn í vítaspyrnukeppni þar sem Portúgal hafði betur, 3:0.

Portúgal mætir Frakklandi í Hamborg á föstudaginn í átta liða úrslitunum.

Portúgalir hófu leikinn betur og voru nokkrum sinnum nálægt því að skora. Bæði Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes voru nálægt því að komast í fyrirgjöf Bernardo Silva á 13. mínútu sem fór rétt framhjá fjærstönginni. 

Cristiano Ronaldo stangar boltann í leiknum.
Cristiano Ronaldo stangar boltann í leiknum. AFP/Javier Soriano

Cristiano Ronaldo hélt áfram að vera líflegur í teig Slóvena og var oft nálægt því að komast í fyrirgjafir samherja sinna. Hann átti einnig fínustu tilraun úr aukaspyrnu 34. mínútu sem fór rétt yfir markið. 

Á síðustu mínútu fyrri hálfleiksins kom besta færi Portúgala þegar vinstri kantmaðurinn Rafael Leao lagði boltann á Joao Palhinha sem átti skot í utanverða stöngina. Markalaust í hálfleik. 

Bruno Fernandes berst um boltann við Slóvenann Petar Stojanovic.
Bruno Fernandes berst um boltann við Slóvenann Petar Stojanovic. AFP/Kirill Kudryavtsev

Portúgal hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik, sóttu án afláts að marki Slóvena. Bernardo Silva fékk fyrsta færi síðari hálfleiksins þegar boltinn datt fyrir hann í teignum en skot hans fór hátt yfir. 

Slóvenar náðu að ógna Portúgal með skyndisóknum og í einni slíkri slapp Benjamin Sesko einn inn fyrir en skot hans fór framhjá markinu.   

Í lok venjulegs leiktíma fékk Cristiano Ronaldo gott færi til að klára leikinn fyrir Portúgal en Jan Oblak í marki Slóveníu sá við honum. Markalaust jafntefli eftir venjulegan leiktíma

Á lokamínútu fyrri hálfleiks framlengingarinnar fór Diogo Jota niður í vítateig Slóvena og benti Daniele Orsato, dómari leiksins, á punktinn. Cristiano Ronaldo steig upp og tók vítið en Jan Oblak varði meistaralega frá honum. 

Jan Oblak ver vítaspyrnu Cristiano Ronaldo.
Jan Oblak ver vítaspyrnu Cristiano Ronaldo. AFP/Kirill Kudryavtsev

Á 115. mínútu fékk Benjamin Sesko dauðafæri til að koma Slóveníu yfir. Það kom eftir klaufaleg mistök frá Pepe í vörn Portúgal og komst Sesko aleinn í gegn en Diogo Costa varði frábærlega frá honum. 

Fleiri urðu færin ekki og fór leikurinn í vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Diogo Costa vera hetja Portúgal en hann varði öll þrjú víti Slóvena í vítakeppninni. Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes og Bernardo Silva skoruðu mörk Portúgala í vítakeppninni. Lokaniðurstöður því 3:0-sigur Portúgals.

Diogo Costa varði þrjár vítaspyrnur.
Diogo Costa varði þrjár vítaspyrnur. AFP/Kirill Kudryavtsev
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Portúgal 3:0 Slóvenía opna loka
120. mín. Leik lokið 0:0 - Vítaspyrnukeppni framundan!
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 2. JÚLÍ

Rúmenía
16:00
Holland
Austurríki
19:00
Tyrkland
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 2. JÚLÍ

Rúmenía
16:00
Holland
Austurríki
19:00
Tyrkland
Útsláttarkeppnin