Óvænt hetja tryggði Tyrkjum sæti í átta liða úrslitum

Tyrkir fagna Merih Demiral eftir að hann kom þeim yfir …
Tyrkir fagna Merih Demiral eftir að hann kom þeim yfir eftir 57 sekúndur gegn Austurríki. AFP/Angelos Tzortzinis

Upphafsmínútur leiksins voru algjörlega ótrúlegar en strax eftir 30 sekúndur fengu Tyrkir hornspyrnu. Eftir mikinn atgang í teignum eftir hornspyrnu Arda Guler, þar sem minnstu mátti muna að Austurríkismenn skoruðu sjálfsmark, datt boltinn fyrir fætur Demiral sem smellti boltanum í netið af stuttu færi eftir minna en mínútu leik.

Merih Demiral gnæfir yfir varnarmenn Austurríkis og skallar boltann í …
Merih Demiral gnæfir yfir varnarmenn Austurríkis og skallar boltann í markið, hans annað mark, 2:0. AFP/Adrian Dennis

Strax í kjölfarið ógnaði Austurríki. Liðið fékk tvær hornspyrnur í röð en eftir þær báðar skapaðist stórhætta fyrir framan mark Tyrkja. Tyrkir lifðu þó atlögur Austurríkismanna af og eftir það komst leikurinn í meira jafnvægi.

Skömmu eftir færi Austurríkismanna var hins vegar eins og einhver hefði ýtt á takka til að slökkva á leiknum því þær 35 mínútur u.þ.b. sem eftir voru af fyrri hálfleiknum voru í hreinlega frekar langt frá því að vera skemmtilegar. Það voru því Tyrkir sem leiddu með einu marki þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

Ralf Rangnick, þjálfari Austurríkis, gerði tvöfalda breytingu í hálfleik og við það færðist smá líf í liðið. Það voru hins vegar Tyrkir sem skoruðu annað mark leiksins á 59. mínútu og aftur var Demiral að verki. Arda Guler tók þá aftur hornspyrnu frá hægri en í þetta skipti varð enginn atgangur í teignum heldur fór boltinn beint á kollinn á Demiral sem stangaði hann í netið.

Michael Gregoritsch fagnar eftir að hafa minnkað muninn fyrir Austurríki.
Michael Gregoritsch fagnar eftir að hafa minnkað muninn fyrir Austurríki. AFP/Angelos Tzortzinis

Einungis átta mínútum síðar minnkuðu Austurríkismenn hins vegar muninn og enn kom markið eftir hornspyrnu. Boltinn barst þá á fjærsvæðið þar sem varamaðurinn Michael Gregoritsch var algjörlega aleinn á auðum sjó og setti boltann í netið.

Eftir markið voru Austurríkismenn töluvert sterkari aðilinn og lögðu allt í sölurnar til að reyna að jafna metin. Tyrkir, með Demiral og Abdulkerim Bardakci fremsta í flokki, vörðust hins vegar eins og sannkallaðir stríðsmenn og náðu að standa af sér allar árásir Austurríkismanna. Christoph Baumgartner komst næst því að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartímans þegar hann átti skalla af stuttu færi en Mert Gunok, markvörður Tyrkja, sá við honum með algjörlega sturlaðri markvörslu.

Tyrkir eru því síðasta liðið sem tryggir sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar en þar mæta þeir, eins og áður kom fram, Hollendingum sem lögðu Rúmena sannfærandi fyrr í dag.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Tindastóll 0:1 Breiðablik opna
90. mín. Birta Georgsdóttir (Breiðablik) fær gult spjald
KA 3:2 Valur opna
90. mín. Leik lokið Það tryllist allt hér á Akureyri. KA fer í bikarúrslitin annað árið í röð.
Stjarnan 1:0 Keflavík opna
90. mín. Leik lokið Leik lýkur hér í Garðabænum með sigri Stjörnunnar í fyrsta leik Jóhannesar Karls sem þjálfara liðsins.
Fylkir 0:0 Víkingur R. opna
90. mín. Leik lokið +4.

Leiklýsing

Austurríki 1:2 Tyrkland opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við. Ná Austurríkismenn að knýja fram framlengingu?
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 2. JÚLÍ

Rúmenía
0 : 3
Holland
Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 2. JÚLÍ

Rúmenía
0 : 3
Holland
Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Útsláttarkeppnin