Miklir yfirburðir Hollendinga sem eru komnir í átta liða úrslit

Hollendingar eru komnir í átta liða úrslit Evrópumóts karla í knattspyrnu eftir sigur á Rúmenum, 3:0, í München í Þýskalandi í sextán liða úrslitum í dag. Hollendingar mæta annað hvort Austurríki eða Tyrklandi í átta liða úrslitunum en þau mætast í kvöld.

Rúmenar byrjuðu leikinn af miklum krafti og virtist vera einhver værukærð yfir Hollendingum fyrstu mínúturnar. Þeir fundu þó fljótlega taktinn og tóku í raun og veru öll völd á vellinum eftir rúmlega 10 mínútna leik.

Á 20. mínútu komust Hollendingar yfir. Cody Gakpo fékk boltann þá úti á vinstri vængnum, rak hann inn á teiginn og skoraði með föstu skoti niðri í nærhornið. Florin Nita, markvörður Rúmena kom engum vörnum við en líklega átti hann að gera betur.

Áfram héldu yfirburðir Hollendinga en þeir fengu m.a. 10 hornspyrnur í fyrri hálfleiknum á meðan Rúmenar fengu eina, í uppbótartíma. Þessar hornspyrnur sköpuðu þó engin færi ef frá er talið dauðafæri Stefan De Vrij á 26. mínútu en hann fékk þá frían skalla á fjærsvæðinu, en hitti ekki markið.

Xavi Simons fékk svo frábært færi á 44. mínútu en Denzel Dumfries fann hann þá í teignum eftir mikinn klaufaskap hjá Bogdan Racovitan í vörn Rúmena. Simons var hins vegar allt of lengi að athafna sig og var færið orðið of erfitt þegar hann komst loks í skotið. 

Staðan í hálfleik var því 1:0, Hollendingum í vil, og var ekki hægt að segja annað en að sú forysta væri síst of stór.

Rúmenar byrjuðu síðari hálfleik af krafti líkt og þann fyrri en það entist þó ekki lengi. Hollendingar tóku völdin fljótlega og voru talsvert sterkari aðilinn. Hollendingar fengu urmul færa en bölvanlega gekk að skora annað mark, sem hefði farið langleiðina með að gera út um leikinn. Cody Gakpo kom boltanum boltanum í netið á 63. mínútu en eftir VAR-skoðun var markið réttilega tekið af vegna rangstöðu.

Hollendingum tókst þó loksins að skora annað mark á 83. mínútu. Maður leiksins, Cody Gakpo, gerði þá frábærlega upp við endalínu þar sem hann fór mjög illa með Radu Dragusin áður en hann lagði boltann út í teiginn á varamanninn Donyell Malen, sem skoraði auðveldlega af stuttu færi.

Eftir seinna markið var ljóst að róðurinn væri afar þungur fyrir Rúmena, sem voru orðnir mjög þreyttir eftir hetjulega baráttu. Leikurinn fjaraði því nokkuð hratt út en Hollendingar spiluðu síðustu mínúturnar af skynsemi. Á þriðju mínútu uppbótartímans bættu þeir svo við þriðja markinu en eftir hornspyrnu Rúmena komust þeir í skyndisókn þar sem Malen fékk boltann við miðlínu, rak hann alla leið inn á teiginn og kláraði virkilega vel. Þriggja marka sigur Hollendinga því staðreynd.

Eins og áður kom fram mæta Hollendingar annað hvort Austurríki eða Tyrklandi í átta liða úrslitunum en þau mætast í kvöld. Rúmenar hafa hins vegar lokið leik á mótinu en geta gengið stoltir frá borði eftir að hafa komið mjög mörgum á óvart með frammistöðu sinni.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Tindastóll 0:1 Breiðablik opna
5. mín. Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik) skorar 0:1 - Fljótt að gerast! Boltinn berst til Andreu sem krullar honum snyrtilega í fjærhornið. Breiðablik hefur byrjað leikinn vel.
Stjarnan 0:0 Keflavík opna
1. mín. Leikur hafinn
KA 1:0 Valur opna
6. mín. Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) skorar 1:0. Boltinn berst til Hallgríms eftir vörslu Frederiks. hann gefur sér góðan tíma, tekur boltann bara niður og þrumar honum svo á mitt markið.
Austurríki 0:0 Tyrkland opna
Engir atburðir skráðir enn
Fylkir 0:0 Víkingur R. opna
Engir atburðir skráðir enn

Leiklýsing

Rúmenía 0:3 Holland opna loka
90. mín. Daley Blind (Holland) kemur inn á +2
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 2. JÚLÍ

Austurríki
19:00
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 2. JÚLÍ

Austurríki
19:00
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin