Arsenal setur sig í samband við EM-stjörnu

Riccardo Calafiori átti gott Evrópumót með Ítalíu.
Riccardo Calafiori átti gott Evrópumót með Ítalíu. AFP/Ina Fassbender

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur sett sig í samband við ítalska varnarmanninn Riccardo Calafiori, leikmann Bologna. 

Calafiori átti frábært tímabil með Bologna í heimalandinu en liðið komst í Meistaradeildina í fyrsta sinn í yfir 60 ár. 

Þá var hann lykilmaður í liði Ítala á Evrópumótinu í Þýskalandi en liðið féll úr leik í 16-liða úrslitum gegn Sviss, en þá tók Calafiori út leikbann og spilaði ekki. 

Arsenal hefur haft samband við varnarmanninn sem er sagður hafa áhuga á að ganga í raðir félagsins. 

Samkvæmt ítölskum miðlum yrði verðmiðinn á Calafiori í kringum 50 milljónir evra. 

mbl.is

NÆSTU LEIKIR - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin

NÆSTU LEIKIR - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin