Englendingurinn pirraður að vera settur inn á

Sverrir Ingi Ingason í baráttu við Ivan Toney, framherja Englands. …
Sverrir Ingi Ingason í baráttu við Ivan Toney, framherja Englands. Í vináttuleik stuttu fyrir EM. Ljósmynd/Alex Nicodim

Ivan Toney, leikmaður enska landsliðsins sem lagði upp sigurmark Englands gegn Slóvakíu á EM karla í fótbolta var ósáttur þegar hann var settur inn á í leiknum.

Toney kom inn á fyrir Phil Foden á fjórðu mínútu uppbótartímans þegar England var 1:0 undir. Mínútu síðar jafnaði England og Toney lagði upp sigurmarkið á fyrstu mínútu framlengingarinnar.

„Ég þurfti að hafa stjórn á tilfinningum mínum, jú ég var pirraður en það voru ennþá fimm mínútur eftir af leiknum. Ég þurfti að komast úr þessu skapi og einbeita mér. Þú verður að sinna þínu hlutverki og mér tókst að gera það,“ sagði Toney á blaðamannafundi.

Þetta voru hans fyrstu mínútur á EM en hann fékk ekki eina mínútu í riðlakeppninni.

Næsti leikur Englands er gegn Sviss í átta liða úrslitum.

mbl.is

NÆSTU LEIKIR - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin

NÆSTU LEIKIR - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin