Kokhraustur fyrir leikinn stóra

Toni Kroos hress á blaðamannafundi í dag.
Toni Kroos hress á blaðamannafundi í dag. AFP/Tobias Schwarz

Þjóðverjinn Toni Kroos er kokhraustur fyrir leik Þýskalands gegn Spáni í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Stuttgart á föstudaginn kemur. 

Kroos er að leika sína síðustu leiki á ferlinum en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir Evrópumótið. 

Kroos sagði á blaðamannafundi í dag að leikurinn á föstudaginn yrði ekki hans síðasti. Þá bætti hann við að hann hlakki til að sjá blaðamennina aftur fyrir undanúrslitin. 

„Leikurinn á föstudaginn verður ekki minn síðasti. Við munum hittast aftur og ég hlakka til þess,“ sagði Þjóðverjinn. 

Spænski framherjinn Joselu, fyrrverandi liðsfélagi Kroos hjá Real Madrid, sagði fyrr í dag að vonandi myndi Spánn láta Kroos hætta að spila fótbolta. 

mbl.is

NÆSTU LEIKIR - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin

NÆSTU LEIKIR - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin