Vonandi látum við hann hætta

Joselu á blaðamannafundi í dag.
Joselu á blaðamannafundi í dag. AFP/lluis Gene

Spánverjinn Joselu vonast til þess að leikur Þýskalands og Spánar í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta á föstudaginn verði síðasta leikur fyrrverandi liðsfélaga hans Toni Kroos. 

Kroos er lykilmaður hjá Þýskalandi en hann mun leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir Evrópumótið. 

Joselu og Kroos voru samherjar hjá Real Madrid en þeir unnu spænsku deildina sem og Meistaradeildina á síðustu leiktíð. 

Joselu var spurður út í Kroos og að leikurinn gæti orðið hans síðasti á ferlinum á blaðamannafundi. 

„Vonandi látum við hann hætta á föstudaginn. Annars var mikill heiður að spila með honum,“ sagði spænski framherjinn einfaldlega. 

mbl.is

NÆSTU LEIKIR - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin

NÆSTU LEIKIR - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin