Dæmir leik í átta liða úrslitum þrátt fyrir gagnrýni

Michael Oliver.
Michael Oliver. AFP/Ina Fassbender

Enski dómarinn Michael Oliver dæmir leik í átta liða úrslitum á Evrópumóti karla í knattspyrnu þrátt fyrir gagnrýni.

Englendingurinn Anthony Taylor dæmir einnig á morgun en Taylor fær stórleikinn Spánn - Þýskaland og leikur Taylor er ekki síðri en hann dæmir leik Portúgals gegn Frakklandi.

Danski landsliðsmaðurinn Joachim Andersen talaði illa um dómgæsluna í leik liðsins gegn Þýskalandi. Þar var Oliver á flautunni.

„Þetta var aldrei víti, þetta er ein versta dómgæsla sem ég hef séð á ferlinum,“ sagði Andersen sem mátti ekki ræða nein atvik við Oliver þar sem aðeins fyrirliðar mega tala við dómarann.

„Þetta er fáránlegt, hann má gera öll mistök sem hann vill gera og ég má ekki segja neitt, þá fær maður sekt og gult spjald. Fáránleg regla,“ sagði Andersen.

mbl.is

NÆSTU LEIKIR - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin

NÆSTU LEIKIR - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin