Flottara mark en hjá Bellingham

Jude Bellingham skorar með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu gegn Slóvakíu.
Jude Bellingham skorar með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu gegn Slóvakíu. AFP/Ina Fassbender

Kwadwo Duah, leikmaður Sviss, hrósaði Jude Bellingham fyrir markið sem hann skoraði er kom Englandi áfram í átta liða úrslit en sagði liðsfélaga sinn hafa skorað flottara mark á EM í fótbolta.

England mætir Sviss á morgun í átta liða úrslitum. Bellingham skoraði mark úr hjólhestaspyrnu sem jafnaði metin í 16-liða úrslitum gegn Slóvakíu, en leikurinn endaði 2:1 fyrir Englandi.

Duah sagði mark Xherdan Shaqiri í riðlakeppninni gegn Skotlandi vera flottara mark en það sem Bellingham skoraði.

„Markið hjá Shaqiri var betra. Það var erfiðara að skora það heldur en fyrir Bellingham og þess vegna er það flottara,“ sagði Duah.



mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin