Í undanúrslit án þess að skora mark úr opnum leik

Frakkar að fagna sæti í undanúrslitum í kvöld.
Frakkar að fagna sæti í undanúrslitum í kvöld. AFP/Franick Fife

Frakkland mætir Spáni í undanúrslitum á Evrópumóti karla í knattspyrnu en Frakkland komst þangað með því að skora einungis úr vítum eða mótherjinn skoraði sjálfsmark.

Frakkland mætti Austurríki í fyrsta leik liðsins á mótinu. Leikurinn endaði 1:0 fyrir Frakklandi en eina mark leiksins var sjálfsmark sem Maximilian Wöber skoraði.

Í öðrum leik liðsins gerði Frakkland markalaust jafntefli við Holland og Kylian Mbappé skoraði úr víti í 1:1 jafntefli gegn Póllandi í síðasta leik Frakklands í riðlakeppninni.

Jan Vertonghen skoraði sjálfsmark sem var eina mark Frakklands í 1:0 sigri liðsins gegn Belgíu í 16-liða úrslitum.

Frakkland vann svo Portúgal í kvöld eftir vítaspyrnukeppni en liðið fékk heldur ekki á sig mark úr opnum leik.

Spánverjar ekki í vandræðum með að skora

Spánverjar skoruðu sjálfir þrjú mörk gegn Króatíu í fyrsta leik liðsins en Ítalinn Riccardo Calafiori skoraði sjálfsmark þegar Spánn vann Ítalíu 1:0. Spánverjinn Ferran Torres skoraði eina mark leiksins í 1:0 sigri liðsins gegn Albaníu í riðlinum.

Spánverjar skoruðu svo öll fimm mörkin í 4:1- sigri liðsins í 16-liða úrslitum gegn Georgíu en Rodri, Fabián Ruiz, Nico Williams og Daniel Olmo skoruðu mörk Spánar og Spánverjinn Robin Le Normand skoraði sjálfsmark, sem var eina mark Georgíu.

Daniel Olmo og Mikel Morino skoruðu svo mörk Spánar í 2:1 sigri gegn Þýskalandi í átta liða úrslitum í kvöld.

Spánn og Frakkland mætast 9. júlí klukkan 19.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 6. JÚLÍ

England
16:00
Sviss
Holland
19:00
Tyrkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Portúgal
19:00
Frakkland
Spánn
16:00
Þýskaland
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 6. JÚLÍ

England
16:00
Sviss
Holland
19:00
Tyrkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Portúgal
19:00
Frakkland
Spánn
16:00
Þýskaland
Útsláttarkeppnin