Óvenjuleg ákvörðun UEFA í máli Bellinghams

Jude Bellingham fagnar gegn Slóvakíu.
Jude Bellingham fagnar gegn Slóvakíu. AFP/Adrian Dennis

Englendingurinn Jude Bellingham hefur verið úrskurðaður í eins leiks skilorðsbundið bann og sektaður um 30 þúsund evrur fyrir að grípa um klof sitt í leik Englands og Slóvakíu í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. 

Þar sem bannið er skilorðsbundið í eitt ár verður hann ekki í banni gegn Sviss í undanúrslitum á morgun. UEFA getur hins vegar úrskurðað hann í bann gerist hann aftur brotlegur. 

Bellingham jafnaði metin undir blálok leiks gegn Slóvakíu í 16-liða úrslitum mótsins síðasta sunnudag. 

Einkahúmor og beint að vinum

Bell­ing­ham hef­ur verið sakaður um van­v­irðingu við Slóvaka en hann fagnaði marki sínu með óviðeig­andi handa­hreyf­ing­um. Sjálf­ur hef­ur Bell­ing­ham beðist af­sök­un­ar á fagn­inu og sagt að fagnið hafi verið einka­húm­or og beint að vin­um leik­manns­ins sem sátu í stúk­unni.

Fer hann í skilorðsbundið bann og fær sekt fyrir vikið.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin