Frakkland í undanúrslit eftir vítakeppni

Leikmenn Frakklands að fagna sigri í dag.
Leikmenn Frakklands að fagna sigri í dag. AFP/Franck Fife

Frakkland er komið í undanúrslit EM karla í fótbolta eftir sigur á Portúgal í vítakeppni í seinni leik dagsins á mótinu en leikið var á Volksparkstadion í Hamborg. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var markalaus.

Frakkar skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum í vítakeppninni en Joao Félix skaut í stöng í þriðja víti Portúgals. Frakkland mætir því Spánverjum í undanúrslitum í München á þriðjudaginn kemur

Fyrri hálfleikurinn var með rólegasta móti og sköpuðu bæði lið sárafá tækifæri. Var staðan í leikhléi því markalaus.

Leikurinn lifnaði við um miðbik seinni hálfleiks Bruno Fernandes fékk fyrsta góða færið á 61. mínútu er hann slapp inn fyrir vörn Frakka og átti fínt skot að marki en Mike Maignan varði vel í franska markinu.

Vitinha og Eduardo Camavinga eigast við í leiknum í kvöld.
Vitinha og Eduardo Camavinga eigast við í leiknum í kvöld. AFP/Javier Soriano

Tveimur mínútum síðar fékk Vitinha gott færi er hann skaut úr markteignum eftir skemmtilegan samleik við Rafael Leao en Maignan var aftur vel á verði.

Eftir það var komið að Frökkum. Randal Kolo Muani slapp einn í gegn á 66. mínútu, skaut framhjá Diogo Costa í marki Portúgala en Rúben Dias bjargaði með stórkostlegri tæklingu.

Skömmu síðar fékk Eduardo Camavinga gott færi hægra megin við markteiginn en skaut rétt framhjá fjærstönginni og var staðan áfram markalaus.

Síðasta kortérið í venjulegum leiktíma var rólegt og því varð að framlengja.

Cristiano Ronaldo fékk sitt fyrsta alvörufæri í fyrri hálfleik framlengingarinnar en hann setti boltann hátt yfir af stuttu færi á 93. mínútu eftir sendingu frá Francisco Conceicao. Lítið annað gerðist eftir það og var staðan enn þá markalaus fyrir seinni hálfleik framlengingarinnar.

Cristiano Ronaldo sást ekki mikið í leiknum.
Cristiano Ronaldo sást ekki mikið í leiknum. AFP/Franick Fife

Í honum fékk Joao Félix gott færi á 108. mínútu en hann skallaði í hliðarnetið af stuttu færi eftir aðra góða sendingu frá Conceicao. Nuno Mendes átti svo fínt skot á 120. mínútu eftir sprett frá Bernardo Silva en Maignan var vel staðsettur og varði vel. Réðust úrslitin því í vítakeppni.

Þar skoruðu þeir Ousmane Dembélé, Youssouf Fofana, Jules Koundé, Bradley Barcola og Théo Hernandez fyrir Frakkland. Cristiano Ronaldo, Bernardo Silva, og Nuno Mendes skoruðu fyrir Portúgal en það dugði ekki til því Félix skaut í stöng.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Spánn 2:1 Þýskaland opna
120. mín. Dani Carvajal (Spánn) fær gult spjald +5 - Þetta er ekki búið.

Leiklýsing

Portúgal 3:5 Frakkland opna loka
121. mín. Frakkar byrja. Ousmane Dembélé ætlar að taka fyrstu spyrnuna.
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin