Þrír Spánverjar í banni í undanúrslitum

Dani Carvajal að fá fyrra gula spjaldið í kvöld.
Dani Carvajal að fá fyrra gula spjaldið í kvöld. AFP/Kirill Kudryavtsev

 Daniel Carvajal, Álvaro Morata og Robin Le Normand verða í leikbanni þegar Spánn mætir annaðhvort Frakklandi eða Portúgal í undanúrslitum á EM í fótbolta. 

Spánn mætti heimamönnum í Þýskalandi í kvöld og unnu leikinn, 2:1 eftir framlengingu en 16 spjöld fóru á loft í leiknum sem Anthony Taylor dæmdi.

Normand fékk gult spjald í fyrri hálfleik þegar hann braut á Ilkay Gundogan en hann fékk einnig gult spjald gegn Georgíu í 16-liða úrslitum.

Carvajal fékk hans annað gula spjald og þar með rautt á lokamínútu leiksins.

Frakkland og Portúgal mætast í kvöld og þá verður ljóst hvor mætir Spánverjum í undanúrslitum 9. júní.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin