Tyrkneska sambandið ósammála þýska miðlinum

Merih Demiral fagnaði með því að gera úlfatákn.
Merih Demiral fagnaði með því að gera úlfatákn. AFP/Ronny Hartmann

Tyrkneska knattspyrnusambandið segir að ekki sé búið að úrskurða varnarmanninn Merih Demiral í bann fyrir umdeilda fagnið hans. 

Í gær greindi Bild í Þýskalandi frá því að UEFA hafi ákveðið að úrskurða Demiral í tveggja leikja bann vegna fagnsins. 

Demiral fagnaði með tákni Gráúlfanna, hóps öfgaþjóðernissinna í Tyrklandi. Slíkt tákn hefur til dæmis verið bannað í Austurríki, nágrannalandi Þýskalands. 

Ekki ákveðið fyrr en í dag

Tyrkenska knattspyrnusambandið er ósammála Bild og segir ekki vera búið að úrskurða í málinu. Enn eigi sambandið eftir að segja sína hlið og frestur til þess renni ekki út fyrr en í dag. Haft er eftir DPA-fréttaveitunni.

Demiral skoraði bæði mörk Tyrklands í sigri liðsins á Austurríki, 2:1, en tyrkneska liðið mætir Hollandi annað kvöld. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin