Verðum á útivelli gegn Tyrkjum

Daley Blind í vináttuleik með Hollandi í síðasta mánuði.
Daley Blind í vináttuleik með Hollandi í síðasta mánuði. AFP/Koen van Weel

Daley Blind, varnarmaður hollenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, býst við erfiðum leik gegn Tyrklandi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Berlín í Þýskalandi annað kvöld og að Tyrkir muni fjölmenna á hann.

Um þrjár milljónir Tyrkja búa í Þýskalandi og býst Blind við því að andrúmsloftið á Ólympíuleikvanginum í Berlín verði eins og á útivelli fyrir Hollendinga.

„Ég held að þetta verði eins og útileikur, Tyrkirnir munu fjölmenna á hann. Þeir eru ástríðufullir.

Þetta verður tilfinningaríkur leikur. Við verðum að vera vel á verði og vel undirbúnir,“ sagði hann á fréttamannafundi í gær.

„Þeir munu eflaust vera mjög háværir, það ætti ekki að koma okkur í opna skjöldu.

Eina rétta leiðin til að bregðast við því er að beina tilfinningum og ástríðu í réttan farveg á vellinum og spila skynsamlega til þess að þagga niður í þeim,“ bætti Blind við.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 5. JÚLÍ

Spánn
16:00
Þýskaland
Portúgal
19:00
Frakkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Austurríki
1 : 2
Tyrkland
Rúmenía
0 : 3
Holland
Útsláttarkeppnin