England í undanúrslit eftir vítakeppni

Englendingar eru komnir í undanúrslit Evrópumóts karla í knattspyrnu eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni í Düsseldorf í dag en leikur liðanna endaði 1:1.

Breel Embolo kom Sviss yfir á 75. mínútu en Bukayo Saka jafnaði fyrir Englendinga fimm mínútum síðar.

England skoraði úr öllum sínum vítaspyrnum, Jordan Pickford varði fyrstu spyrnu Svisslendinga og enska liðið vann 5:3.

England mætir því annað hvort Hollandi eða Tyrklandi í undanúrslitum en leikur þeirra hefst klukkan 19.

Fyrri hálfleikur var jafn, Englendingar voru meira með boltann eftir því sem á leið, en liðin sköpuðu sér engin umtalsverð marktækifæri.

Bukayo Saka fagnar eftir að hafa jafnað fyrir England.
Bukayo Saka fagnar eftir að hafa jafnað fyrir England. AFP

Harry Kane átti líklega það besta en hann skallaði vel yfir svissneska markið á 22. mínútu eftir hornspyrnu Kiernans Trippiers.

Bukayo Saka skapaði nokkrum sinnum usla í svissnesku vörninni með því að komast að endamörkum hægra megin og í eitt skiptið fékk Kobbie Mainoo boltann frá honum á markteig en Svisslendingar björguðu í horn.

Staðan var 0:0 í hálfleik.

Sama jafnvægið var í leiknum fram eftir síðari hálfleik. Michel Aebischer komst í gott skotfæri á vítateig Englands á 66. mínútu en skaut yfir markið.

Breel Embolo rennir sér á boltann og kemur Sviss yfir, …
Breel Embolo rennir sér á boltann og kemur Sviss yfir, 1:0. AFP

En svo dró til tíðinda á 75. mínútu. Dan Ndoye sendi fyrir enska markið frá hægri og Breel Embolo náði að teygja sig í boltann í markteignum og senda hann í netið, 1:0 fyrir Sviss.

Það tók Englendinga aðeins fimm mínútur að jafna. Eftir þrefalda skiptingu á 78. mínútu kom jöfnunarmarkið á 80. mínútu. Bukayo Saka fékk boltann við hægra vítateigshornið, lék aðeins inn á völlinn og skaut af 20 metra færi með jörðu í stöngina og inn, 1:1.

Bæði lið áttu ágætar sóknartilraunir á lokakaflanum en venjulegur leiktími rann út án fleiri marka og leikurinn því framlengdur.

Bukayo Saka ógnaði nokkrum sinnum á hægri kantinum í fyrri …
Bukayo Saka ógnaði nokkrum sinnum á hægri kantinum í fyrri hálfleik og fer hér framhjá Ricardo Rodríguez. AP/Adrian Dennis

Declan Rice lét fyrstur að sér kveða í framlengingunni þegar hann átti hörkuskot að marki Sviss á 95. mínútu og Yann Sommer þurfti að leggja sig allan fram til að slá boltann í horn.

Þegar þrjár mínútur voru eftir af framlengingunni skall hurð nærri hælum þegar Xherdan Shaqiri tók hornspyrnu og þrumaði henni beint í þverslá enska marksins.

Jude Bellingham og Manuel Akanji í leiknum í dag.
Jude Bellingham og Manuel Akanji í leiknum í dag. AFP/Ina Fassbender


Svisslendingar voru aftur hættulegir á lokamínútu framlengingarinnar, Jordan Pickford varði vel hörkuskot frá Zeki Amdouni, en allt kom fyrir ekki og vítaspyrnukeppni þurfti til að útkljá leikinn.

Cole Palmer, Jude Bellingham, Bukayo Saka, Ivan Toney og Trent Alexander-Arnold skoruðu úr fimm spyrnum Englendinga.

Jordan Pickford varði fyrstu spyrnu Sviss frá Manuel Akanji en síðan skoruðu Fabian Schär, Xherdan Shaqiri og Zeki Amdouni. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Vestri 2:2 Breiðablik opna
90. mín. Vestri fær gult spjald Davíð Smári fær gult spjald
Tindastóll 0:0 Stjarnan opna
90. mín. Leik lokið Bragðdaufum leik lokið á Sauðárkróki.
opna
kl. 90 Leik lokið
Holland 0:1 Tyrkland opna
55. mín. Nathan Aké (Holland) fær gult spjald Brýtur á Guler. Tyrkland fær aukaspyrnu á hættulegum stað.

Leiklýsing

England 6:4 Sviss opna loka
121. mín. Þá er það vítaspyrnukeppni sem ræður því hvort England eða Sviss fer í undanúrslitin í þessari Evrópukeppni.
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 6. JÚLÍ

England
16:00
Sviss
Holland
19:00
Tyrkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Portúgal
19:00
Frakkland
Spánn
16:00
Þýskaland
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 6. JÚLÍ

England
16:00
Sviss
Holland
19:00
Tyrkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Portúgal
19:00
Frakkland
Spánn
16:00
Þýskaland
Útsláttarkeppnin