Holland í undanúrslit eftir svakalegan leik

Holland hafði betur gegn Tyrklandi, 2:1, í svakalegum leik í átta liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í Berlín í kvöld. 

Holland mætir því Englandi í Undanúrslitum í Dortmund á miðvikudaginn. 

Memphis Depay fékk fyrsta færi leiksins á fyrstu mínútu þegar hann prjónaði sig í gegnum vörn Hollands og inn á teig en skot hans fór hátt yfir markið. 

Leikurinn róaðist í kjölfarið. Holland var meira með boltann en Tyrkir voru kröftugir í sínum sóknum.  

Fyrsta færi Tyrkja kom eftir rúman hálftímaleik. Þá kom Hakan Calhanoglu með frábæran bolta úr aukaspyrnu inn á teig Hollands sem Abdülkerim Bardakci komst í en skot hans fór yfir. 

Tyrkir héldu áfram að ógna og á 35. mínútu kom Samet Akaydin þeim yfir. Það gerðist eftir að hornspyrna Tyrklands var skölluð frá á Arda Guler. Hann tók boltann niður og kom með frábæra fyrirgjöf á Akaydin á fjærstönginnni sem stangaði boltann í netið, sláin inn.

Tyrkland fór inn í hálfleikinn með verðskuldaða 1:0 forystu. 

Holland mætti með meiri kraft inn í síðari hálfleikinn og kom strax í ljós að innkoma Wout Weghorst, sem kom inn á í hálfleik, hafði jákvæð áhrif á sóknarleik þeirra. 

Arda Guler átti lúmska tilraun úr aukaspyrnu á 56. mínútu. Þá reyndi hann að leggja boltann niðri í fjærhornið af 25 metra færi en skot hans hafnaði í stönginni.  

Varamaðurinn Wout Weghorst fékk gott færi á 70. mínútu þegar Memphis Depay lyfti boltanum inn fyrir á hann en Mert Günok gerði vel að verja fyrir honum aftur fyrir í hornspyrnu. 

Memphis Depay tók hornspyrnuna stutt á Jerdy Schouten sem lagði boltann aftur á Depay. Hann kom með stórkostlega fyrirgjöf sem rataði á kollinn á Stefan de Vrij sem skallaði boltann í netið. Staðan orðin 1:1. 

Á 76. mínútu komst Holland yfir með sjálfsmarki frá Mert Müldür. Það kom eftir að Denzel Dumfries renndi boltanum þvert fyrir markið á fjærstöngina þar sem Cody Gakpo og Müldür voru í harðri baráttu en boltinn fór af Müldür og þaðan í markið.  

Varamaðurinn Zeki Celik var nálægt því að jafna metin á 85. mínútu þegar hann fékk boltann á fjærstönginni en Micky Van de Ven náði að koma sér fyrir skotið. 

Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fékk Semih Kilicsoy hörkufæri þegar fyrirgjöf fór í lærið hans og þaðan á markið en Bart Verbruggen varði glæsilega frá honum. 

Tyrkir héldu áfram að pressa Hollendinga en náðu ekki að koma boltanum í netið. Lokaniðurstöður í dag, 2:1 sigur Hollands sem er komið í undanúrslit

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Vestri 2:2 Breiðablik opna
90. mín. Vestri fær gult spjald Davíð Smári fær gult spjald
England 6:4 Sviss opna
121. mín. Cole Palmer (England) skorar úr víti 1:0 - Mjög öruggt, Sommer fór í rangt horn
Tindastóll 0:0 Stjarnan opna
90. mín. Leik lokið Bragðdaufum leik lokið á Sauðárkróki.
opna
kl. 90 Leik lokið

Leiklýsing

Holland 2:1 Tyrkland opna loka
90. mín. Tyrkland fær gult spjald Einhver á bekk Tyrkja fær gult spjald. Sé ekki hver.
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 6. JÚLÍ

England
16:00
Sviss
Holland
19:00
Tyrkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Portúgal
19:00
Frakkland
Spánn
16:00
Þýskaland
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 6. JÚLÍ

England
16:00
Sviss
Holland
19:00
Tyrkland

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Portúgal
19:00
Frakkland
Spánn
16:00
Þýskaland
Útsláttarkeppnin