Ekki eðlilegt að það sé kastað bjór í þig

Gareth Southgate.
Gareth Southgate. AFP/Ozan Kose

Gareth Southgate hefur fengið mikla gagnrýni sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta þrátt fyrir að koma liðinu í þriðja sinn í undanúrslit á stórmóti í gær þegar liðið vann Sviss eftir vítaspyrnukeppni á EM.

„Stundum koma augnablik þar sem ég hef gaman af þessu starfi. Ég elska þessa leikmenn og að deila svona augnablikum með þeim.

Þegar þetta verður persónulegt þá særir það mig. Ég held að það sé ekki eðlilegt að það sé kastað bjór í þig en nú erum við komnir í undanúrslit í þriðja sinn á fjórum stórmótum. Við höldum áfram að leggja hart að okkur, höldum áfram að berjast og njótum þess á meðan.

Ég tók við liðinu til þess að bæta enskan fótbolta og gefa okkur svona kvöld. Við höldum áfram að gefa fólki frábærar minningar,“ sagði Southgate.

Næsti leikur Englands er gegn Hollandi í undanúrslitum á miðvikudaginn.

mbl.is

NÆSTU LEIKIR

Spánn
9. JÚLÍ
19:00
Frakkland
Holland
10. JÚLÍ
19:00
England

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Holland
6. JÚLÍ
2 : 1
Tyrkland
England
6. JÚLÍ
1 : 1 - (5 : 3)
Sviss
Útsláttarkeppnin

NÆSTU LEIKIR

Spánn
9. JÚLÍ
19:00
Frakkland
Holland
10. JÚLÍ
19:00
England

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Holland
6. JÚLÍ
2 : 1
Tyrkland
England
6. JÚLÍ
1 : 1 - (5 : 3)
Sviss
Útsláttarkeppnin