Frakkar gefa leikmönnum falleinkunn

Kylian Mbappé var vonsvikinn eftir leik.
Kylian Mbappé var vonsvikinn eftir leik. AFP/Franck Fife

Frakkar eru alls ekki sáttir við frammistöðu landsliðsins gegn Spáni í undanúrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í München í Þýskalandi í kvöld. 

Frakkland er úr leik en liðið tapaði fyrir Spáni, 2:1. Randal Kolo Muani kom Frökkum snemma yfir en mörk frá Lamine Yamal og Dani Olmo með stuttu millibili tryggðu Spánverjum áfram. 

Franskir miðlar eru þekktir fyrir að vera miskunnarlausir í garð sinna leikamanna eftir laka frammistöðu og var ekkert lát á því í kvöld. 

Mbappé fékk þrjá

Miðilinn GFFN gaf fyrirliða og stjörnu Frakklands Kylian Mbappé aðeins þrjá í einkunn. Þá fengu miðjumennirnir N’Golo Kanté og Aurélien Tchouaméni einnig þrjá í einkunn. 

Adrien Rabiot, Dayot Upamecano og Ousamne Dembélé fengu fjóra í einkunn en það sem eftir var af byrjunarliðinu fékk fimm. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin