Gætu þurft að framleiða sex gullskó

Harry Kane er einn sex leikmanna með þrjú mörk á …
Harry Kane er einn sex leikmanna með þrjú mörk á EM. AFP/Adrian Dennis

Knattspyrnusamband Evrópu hefur breytt reglum um gullskó lokamóts EM og munu þeir leikmenn sem skora flest mörk á mótinu allir fá gullskó, í staðinn fyrir einn leikmann.

Hingað til hafa stoðsendingar eða fjöldi spilaðra mínútna skorið úr um hver hreppir gullskóinn, séu tveir eða fleiri leikmenn jafnir.

Cristiano Ronaldo fékk t.a.m. einn gullskóinn á síðasta EM þar sem hann skoraði fimm mörk og lagði upp eitt mark. Patrick Shick skoraði einnig fimm mörk en lagði ekki upp neitt.

Harry Kane, Dani Olmo, Ivan Schranz, Cody Gakpo, Jamal Musiala og Georges Mikautadze hafa allir skorað þrjú mörk á mótinu í ár, flest allra.

England og Spánn mætast í úrslitum á morgun og fá Kane og Olmo tækifæri til að bæta við mörkum, en hinir fjórir eru úr leik.

mbl.is

NÆSTI LEIKUR - 14. JÚLÍ

Spánn
19:00
England

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Spánn
9. JÚLÍ
2 : 1
Frakkland
Útsláttarkeppnin

NÆSTI LEIKUR - 14. JÚLÍ

Spánn
19:00
England

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Spánn
9. JÚLÍ
2 : 1
Frakkland
Útsláttarkeppnin