Ein breyting á byrjunarliði Englands

Liðsmenn enska liðsins skoða völlinn fyrir leik.
Liðsmenn enska liðsins skoða völlinn fyrir leik. AFP/Javier Soriano

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands í fótbolta gerir eina breytingu á byrjunarliðinu fyrir úrslitaleik EM gegn Spáni í Berlín í kvöld.

Luke Shaw byrjar sinn fyrsta leik frá því í febrúar og kemur inn í liðið í staðinn fyrir Kieran Trippier sem fer á bekkinn.

Lið Englands:
Mark: Jordan Pickford.
Vörn: Kyle Walker, John Stones, Marc Guéhi.
Miðja: Bukayo Saka, Kobbie Mainoo, Declan Rice, Luke Shaw.
Sókn: Phil Foden, Harry Kane, Jude Bellingham.  

Það eru tvær breytingar á liði Spánverja en þeir Robin Le Nomand og Daniel Carvajal koma aftur inn í vörnina í staðinn fyrir Nacho og Jesús Navas.

Lið Spánar:
Mark: Unai Simón.
Vörn: Daniel Carvajal, Robin Le Normand, Aymeric Laporte, Marc Cucurella.
Miðja: Rodri, Dani Olmo, Fabián Ruiz.
Sókn: Lamine Yamal, Álvaro Morata, Nico Williams.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin