Gæfi allt sem hann hefur afrekað fyrir sigur í kvöld

Harry Kane, fyrirliði Englands.
Harry Kane, fyrirliði Englands. AFP/Javier Soriano

„Ég myndi gefa frá mér allt sem ég hef afrekað hingað til fyrir sérstakt kvöld og sigur annað kvöld,“ sagði Harry Kane, fyrirliði Englendinga, á blaðamannafundi í gærkvöldi fyrir úrslitaleik Englands gegn Spáni á Evrópumótinu í fótbolta.  

Úrslitaleikurinn fer fram í kvöld klukkan 19:00 á Ólympíuleikvangnum í Berlín og mun Kane eiga möguleika á að vinna sinn fyrsta bikar á ferlinum.  

„Það er ekkert leyndarmál að ég hafi ekki unnið bikar á mínum ferli og með hverju ári sem líður er ég meira hungraður í að breyta því,“ sagði Kane.  

Kane segir að bikarinn myndi gera gæfumuninn fyrir hann og myndi einnig skapa sérstaka stund fyrir stuðningsmenn.  

„Það myndi breyta öllu. Það væri einstök tilfinning fyrir atvinnumann í fótbolta og ég er viss um að það væri líka mjög sérstakt fyrir stuðningsmenn að eiga þessa stund í sögunni og geta fagnað því,“ sagði Kane. 



mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin