Síðasti leikurinn hjá Southgate?

Gareth Southgate súr á svipinn í leikslok.
Gareth Southgate súr á svipinn í leikslok. AFP/Javier Soriano

Gareth Southgate varð í kvöld fyrsti þjálfarinn til að tapa úrslitaleik EM karla í fótbolta í annað sinn en enska liðið varð að sætta sig við tap gegn því spænska, 2:1, í úrslitaleik á ólympíuleikvanginum í Berlín.

Alan Shearer og Gary Lineker, fyrrverandi framherjar enska landsliðsins og núverandi knattspyrnuspekingar, spá því báðir að Soutghate láti af störfum sem landsliðsþjálfari Englands í kjölfar tapsins.

„Ég býst við því að þetta sé hans síðasti leikur. Þetta eru mikil vonbrigði, þrátt fyrir að þeir komust í úrslit. Það er sárt að tapa tveimur úrslitaleikjum og nú er kannski kominn tími á næsta mann,“ sagði Shearer á BBC.

„Ég býst við að Gareth Southgate hafi fengið nóg. Þetta er gríðarlega erfitt starf,“ sagði Lineker.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin