Spánverjar Evrópumeistarar 2024

Spánn er Evrópumeistari 2024.
Spánn er Evrópumeistari 2024. AFP/Tobias Schwarz

Spánn er Evrópumeistari karla í fótbolta árið 2024 eftir sigur á Englandi, 2:1, í úrslitaleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Mikel Oyarzabal skoraði sigurmarkið á 87. mínútu.

Fyrri hálfleikur var mjög lokaður og gekk báðum liðum illa að skapa sér færi. Phil Foden fékk það besta fyrir England á lokamínútunni en skaut beint á Unai Simón í marki Spánverja úr þröngu færi.

Spánverjar fagna vel á meðan Gareth Soutghate gengur svekktur framhjá.
Spánverjar fagna vel á meðan Gareth Soutghate gengur svekktur framhjá. AFP/Jewel Samad

Hinum megin þurfti Jordan Pickford lítið að taka á honum stóra sínum og var staðan markalaus í hálfleik.

Hún var það ekki lengi í seinni hálfleik því Nico Williams kom Spánverjum yfir á 47. mínútu er hann slapp inn fyrir vörn Englendinga eftir sendingu frá Lamine Yamal.

Spánverjar voru líklegri til að bæta við en Englendingar að jafna næstu mínútur og þeir Nico Williams og Yamal komust báðir í fín færi en Williams skaut rétt framhjá og Pickford varði vel frá Yamal.

Unai Simon og Mikel Oyarzabal fagna í leikslok.
Unai Simon og Mikel Oyarzabal fagna í leikslok. AFP/Adrian Dennis

Englendingar nýttu sér það því Cole Palmer jafnaði á 73. mínútu með glæsilegu skoti utan teigs eftir að Jude Bellingham lagði boltann á hann.

Eftir markið voru Spánverjar sterkari og sigurmarkið kom á 87. mínútu er Oyarzabal kláraði af stuttu færi eftir góða sendingu frá Marc Cucurella og þar við sat, þrátt fyrir að bæði Declan Rice og Marc Guéhi hafi fengið góð skallafæri til að jafna í blálokin. 

Mikel Oyarzabal fagnar sigurmarkinu.
Mikel Oyarzabal fagnar sigurmarkinu. AFP/Adrian Dennis

Spánverjar eru nú sigursælasta liðið í sögu Evrópumótsins með fjóra meistaratitla en Englendingar hafa enn ekki orðið Evrópumeistarar.  

Cole Palmer jafnar leikinn fyrir England.
Cole Palmer jafnar leikinn fyrir England. AFP/Javier Soriano
Nico Williams fagnar fyrsta marki leiksins.
Nico Williams fagnar fyrsta marki leiksins. AFP/Ina Fassbender
Spánn 2:1 England opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin