Spánverjar hlutu einstaklingsverðlaunin

Lamine Yamal var besti ungi leikmaðurinn á EM.
Lamine Yamal var besti ungi leikmaðurinn á EM. AFP/Javier Soriano

Þeir Lamine Yamal og Rodri voru ekki aðeins verðlaunaðir með gullmedalíu og Evrópubikarnum eftir að Spánn varð Evrópumeistari í fótbolta með sigri á Englandi í kvöld.

Í leikslok var Yamal útnefndur besti ungi leikmaður mótsins, en hann fagnaði 17 ára afmæli sínu eftir sigur Spánverja á Frökkum í undanúrslitum.

Þá var Rodri valinn besti leikmaður mótsins, þrátt fyrir að hann hafi aðeins leikið fyrri hálfleikinn í kvöld vegna meiðsla.

Rodri var besti leikmaðurinn á EM.
Rodri var besti leikmaðurinn á EM. AFP/Javier Soriano
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin