Svindluðu Englendingar?

England mætir Spáni í úrslitum í kvöld.
England mætir Spáni í úrslitum í kvöld. AFP/Adrian Dennis

England og Spánn eigast við í úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Ólympíuleikvanginum í Berlín klukkan 19.

Þýska dagblaðið Bild skrifar um leið liðanna í úrslitaleikinn en flestir eru sammála um að Spánverjar hafi heillað meira á mótinu til þessa. 

Blaðamenn Bild ganga svo langt að segja að Englendingar hafi svindlað sér í úrslitaleikinn á meðan sæti Spánverja í úrslitum sé verðskuldað.

Englendingar heilluðu lítið í riðlakeppninni, þar sem liðið skoraði aðeins tvö mörk og vann einn leik. Þá var liðið hársbreidd frá því að falla úr leik gegn Slóvakíu í 16-liða úrslitum, vann Sviss í vítakeppni og fékk svo vafasamt víti gegn Hollandi.  

Á sama tíma hafa Spánverjar unnið alla leiki sína á mótinu, þar á meðal Frakkland, Þýskaland, Ítalíu og Króatíu og spilað vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin