Aðeins einn Englendingur í liði mótsins

Marc Guéhi að knúsa Ollie Watkins.
Marc Guéhi að knúsa Ollie Watkins. AFPKenzo Tribouillard

England komst alla leið í úrslitaleikinn gegn Spáni á Evrópumóti karla í knattspyrnu en þrátt fyrir það var aðeins einn leikmaður í liði mótsins hjá einum helsta knattspyrnutölfræðivefnum.

Knattspyrnutölfræðivefurinn Opta valdi einungis miðvörðinn Marc Guéhi, leikmann Crystal Palace, úr enska liðinu í lið mótsins. 

Auk hans voru fimm Spánverjar, tveir Þjóðverjar, einn frá Sviss, Hollandi og Georgíu.

Ljósmynd/Opta

Það var ekkert pláss fyrir Rodri, sem var valinn leikmaður mótsins af UEFA en besti ungi leikmaður mótsins, Lamine Yamal var í hópnum ásamt Nico Williams sem skoraði í úrslitaleiknum.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin