England komst alla leið í úrslitaleikinn gegn Spáni á Evrópumóti karla í knattspyrnu en þrátt fyrir það var aðeins einn leikmaður í liði mótsins hjá einum helsta knattspyrnutölfræðivefnum.
Knattspyrnutölfræðivefurinn Opta valdi einungis miðvörðinn Marc Guéhi, leikmann Crystal Palace, úr enska liðinu í lið mótsins.
Auk hans voru fimm Spánverjar, tveir Þjóðverjar, einn frá Sviss, Hollandi og Georgíu.
Það var ekkert pláss fyrir Rodri, sem var valinn leikmaður mótsins af UEFA en besti ungi leikmaður mótsins, Lamine Yamal var í hópnum ásamt Nico Williams sem skoraði í úrslitaleiknum.