Lamine Yamal er yngsti leikmaðurinn til þess að gera ansi margt eftir frábært Evrópumót karla í knattspyrnu þar sem hann sló nokkur met.
Hann er sá yngsti til þess að vinna Evrópu- eða heimsmeistaramót þegar Spánn vann England, 2:1 í úrslitaleiknum en hann var 17 ára og dags gamall.
Hann var sá yngsti til þess að leggja upp á EM í riðlakeppninni, 16-liða úrslitum, átta liða úrslitum og í úrslitum og setti nýtt met um stoðsendingar á einu Evrópumóti. Hann lagði upp fjögur mörk og er strax hálfnaður að ná Cristiano Ronaldo og Karel Poborský sem eru stoðsendingahæstir á mótinu samtals, með átta stoðsendingar.
Hann er sá fyrsti til þess að skora eða leggja upp á öllum stigum keppninnar.
Enginn tók þátt í að skapa jafn mörg mörk á mótinu og Yamal sem lagði upp fjögur og skoraði eitt.
Hann var svo valinn besti ungi leikmaður mótsins.